139. löggjafarþing — 14. fundur,  18. okt. 2010.

samskipti skóla og trúfélaga.

[15:36]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vil árétta að ég þarf að kynna mér betur það sem mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur verið að álykta um. En það sem ég vil fyrst og fremst koma á framfæri er að þetta álit er á leiðinni hjá okkur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem við reynum að vega og meta lagabókstafinn, vega og meta mannréttindasáttmálann með það að sjónarmiði að skólastjórnendur hafi þar ákveðna heimild til að börn geti sótt ýmiss konar starf, fengið kynningu á ýmiss konar trú- og lífsskoðunarfélögum en það sé sem sagt innan þessa meðalhófs sem ég nefndi áðan. En ég á eftir að kynna mér nánar það sem nú hefur komið frá mannréttindaráði Reykjavíkurborgar.