139. löggjafarþing — 14. fundur,  18. okt. 2010.

öryggi Hvalfjarðarganga.

3. mál
[16:50]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég ítreka að Vegagerðin er að yfirfara allar ábendingar sem fram komu í títtnefndri Euro TAP-rannsókn sem mér skilst að sé rannsókn á vegum Bílgreinasambandsins eða einhverra systursamtaka þeirra í Evrópu. Spölur er að sama skapi að rannsaka með hvaða hætti hægt er að grípa til ýtrustu varúðarráðstafana.

Það er rétt sem hv. þingmaður segir – slysin gera ekki boð á undan sér, en við reynum að byrgja brunninn eins og þar segir áður en barnið dettur í hann. Þær ábendingar sem hv. þingmaður hefur hér komið fram munu rata rétta leið í þessa úttekt Vegagerðarinnar.