139. löggjafarþing — 16. fundur,  20. okt. 2010.

mannvirki.

78. mál
[17:43]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Takk fyrir þetta.

Það sem ég hef fyrst og fremst á móti er að fagfélög ákveði hvað telst fullnaðarpróf og hvað ekki. Ekki hverjir fá að leggja fyrir teikningar og hverjir ekki. Ef ég segi mína persónulegu skoðun þá hefði mér þótt æskilegast að engar hömlur væru á því hverjir legðu fram teikningar. Það mættu allir gera það. Í mörgum tilfellum geta reyndir húsasmíðameistarar lagt fyrir teikningar. Svoleiðis er það víða á Norðurlöndunum, en þar þarf hins vegar að leggja meiri áherslu á byggingareftirlitið.