139. löggjafarþing — 16. fundur,  20. okt. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar.

44. mál
[18:42]
Horfa

Flm. (Ólína Þorvarðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég leggst alls ekki gegn því að málinu verði vísað til hv. sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar til efnislegrar umfjöllunar en ég legg áherslu á að ég tel eðlilegt að málið fari til allsherjarnefndar þar sem þetta er ekki eiginlegt fiskveiðistjórnarmál, þetta er frekar mál sem varðar þjóðaratkvæðagreiðslu og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekið mál. Það er hins vegar rétt sem þingmaðurinn bendir á, það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það að umsögn hv. sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar liggi jafnframt fyrir hvað málið varðar.