139. löggjafarþing — 16. fundur,  20. okt. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar.

44. mál
[19:05]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eftir því sem ég les þessa skýrslu sýnast mér eiginlega lagðar til tvær leiðir. Þær eru mjög ólíkar eftir því sem ég les það. Ég er kannski með eitthvað skrýtin gleraugu. Svo ég tali hreint út hefur mér t.d. skilist að LÍÚ, sem hefur beina fjárhagslega hagsmuni af fiskveiðistjórnarkerfinu eins og það er í dag, alveg afneitað annarri leiðinni sem þarna er nefnd. Ekki veit ég betur en hv. þingmaðurinn leiðréttir mig þá í því. Það er það sem ég er að segja.

Eins og alltaf tek ég ónákvæmt til orða þegar ég tala um sátt um fjárhagslega hagsmuni en á náttúrlega við sátt við LÍÚ um fjárhagslega hagsmuni svoleiðis að ég tali tæpitungulaust. Það er það sem ég spyr um: Er sáttin í þjóðfélaginu um það að þeir sem ráða og veiða fiskinn í dag, þeir sem fengu hann afhentan fyrir mörgum árum, haldi sínum rétti? Er það sáttin sem við öll hin eigum að sættast á?