139. löggjafarþing — 17. fundur,  21. okt. 2010.

tilkynning um dagskrá.

[10:32]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Tvær utandagskrárumræður fara fram í dag. Hin fyrri hefst kl. 11, að loknum dagskrárliðnum óundirbúinn fyrirspurnatími, og er um áform um breytingar á fiskveiðistjórnarlöggjöfinni. Málshefjandi er hv. þm. Einar K. Guðfinnsson. Sjávarútvegsráðherra Jón Bjarnason verður til andsvara.

Hin síðari hefst kl. 11.30, þegar að lokinni fyrri utandagskrárumræðu, og er um flutning á málefnum fatlaðra. Málshefjandi er hv. þm. Þorgerður K. Gunnarsdóttir. Félags- og tryggingamálaráðherra Guðbjartur Hannesson verður til andsvara. Umræðurnar fara fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.

Forseti vill vekja athygli á því að gert er ráð fyrir hádegishléi til þingflokksfunda milli kl. 12 og 13.