139. löggjafarþing — 17. fundur,  21. okt. 2010.

afnám aflamarks í rækju.

[10:53]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg):

Frú forseti. Ég heyri áhyggjur hv. þingmanns af aðgerðum Byggðastofnunar varðandi það að taka með beinum eða óbeinum hætti veð í úthafsrækjukvóta. Ég verð að segja að mér er mjög til efs hvernig það stenst a.m.k. siðferðislegar kröfur að opinber stofnun taki veð í óveiddum rækjukvóta hjá fyrirtæki sem ekki er með neitt skip og veiðir ekki neina rækju.

Það hefur verið braskað með rækjuna, eins og hv. þingmaður víkur að, þar sem aðeins fáir aðilar sem hafa rækjukvóta hafa veitt hann. Hann hefur verið leigður öðrum eða legið óveiddur … (BJJ: Ekki á síðasta fiskveiðiári.) Ég verð bara að segja það hreinskilnislega (Forseti hringir.) að Byggðastofnun á að hugsa sinn gang ef (Forseti hringir.) verið er að fjármagna fyrirtæki með því að taka veð í kvóta, en ég vil að sjálfsögðu öfluga Byggðastofnun.