139. löggjafarþing — 17. fundur,  21. okt. 2010.

álver á Bakka.

[11:04]
Horfa

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir (Vg):

Ég þakka hæstv. iðnaðarráðherra fyrir svarið. Það er gott til þess að vita að ekki er eingöngu horft til álvera. Þar sem í fréttinni kom samt fram að sérstaklega væri horft til Alcoa, það væri fyrsti kostur og lengst komið, tók ég það sem verið væri að horfa til stóriðju.

Á þessum fundi sem ég talaði um áðan kom fram að Landsvirkjun telur best að farið verði í samningaviðræður við fyrirtæki sem þurfa 100–150 megavött og til þess að það sé arðbært fyrir svæðið og til að standa undir kostnaði við þá uppbyggingu sem þar er þörf á þyrftu tvö slík fyrirtæki að koma inn á svæðið.

Mig langar til að spyrja hæstv. iðnaðarráðherra hvort ekki sé ráðlegra að horfa frekar í þá átt og reyna að (Forseti hringir.) aðstoða þá við að byggja upp raunhæfar væntingar um atvinnuuppbyggingu á svæðinu.