139. löggjafarþing — 17. fundur,  21. okt. 2010.

fundarstjórn.

[11:10]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Nú er hart í ári og sjálfsagt að spara það sem hægt er. Það sem hv. þingmaður, síðasti ræðumaður, nefndi hér var að setja saman kosningu til stjórnlagaþings og kosningu um það hvort Íslendingar vilji draga umsóknina til baka. Það mundi spara 250 millj. kr. Við eigum ekkert allt of mikið af 250 millj. kr. og gætum ráðstafað þeim í aðra hluti og mér finnst alveg sjálfsagt að hæstv. forseti hverfi frá formfestu sinni og skipti á þessum tveimur liðum í dagskránni þannig að hægt sé að taka þetta mál til umræðu og jafnvel samþykkja það í dag þannig að þjóðin geti greitt um það atkvæði í nóvember hvort hún eigi að halda þessari vitleysu áfram, að sækja um, sem er samráðsferli, aðild að Evrópusambandinu sem kostar óhemjufé mitt í allri kreppunni.