139. löggjafarþing — 17. fundur,  21. okt. 2010.

fundarstjórn.

[11:14]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Ég kem hér upp til að leggja áherslu á beiðni mína áðan, að forseti fundi með formönnum þingflokka og að formenn þingflokka taki undir þetta með mér. Þetta er mjög brýnt mál, við höfum hér Alþingi sem fer með fjárveitingavaldið í landinu og er með fjárlögin til meðferðar. Það er kominn tími til að Alþingi taki af skarið varðandi fátækt fólk á Íslandi. Hér er farið með fátækt fólk eins og skepnur, eins og gert var í gamla daga þegar fólk hraktist á milli býla, úti í öllum veðrum. Nú hrekst það hér úti við fyrir utan Fjölskylduhjálpina og bíður klukkutímum saman í biðröðum eftir mat. Er það boðlegt fyrir Alþingi að taka ekki fram fyrir hendurnar á framkvæmdarvaldinu sem neitar að sinna þessu máli? Ég bara spyr.