139. löggjafarþing — 17. fundur,  21. okt. 2010.

fundarstjórn.

[11:28]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg):

Frú forseti. Ég vil enn og aftur hvetja til þess að orðið verði við ósk hv. þm. Vigdísar Hauksdóttur um að taka mál út af dagskrá sem hún sjálf er með og annað sé sett inn í staðinn. Við vitum að það er vaxandi ólga í samfélaginu og ekki síst innan míns flokks út af þessu aðlögunarferli að Evrópusambandinu. Þetta er sáttatillaga þar sem þjóðin verður einfaldlega spurð að því hvort fara eigi inn í þetta aðlögunarferli eða ekki. Komist þjóðin að þeirri niðurstöðu að það skuli gert, þá verður það gert. En komist þjóðin að þeirri niðurstöðu að það skuli ekki gert, þá verður það ekki gert.

Af hverju eru hv. þingmenn svona hræddir við þjóðina og að hún verði spurð að því hvort fara skuli í þetta aðlögunarferli eða ekki? [Frammíköll í þingsal.]