139. löggjafarþing — 17. fundur,  21. okt. 2010.

fundarstjórn.

[11:29]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég vil í fyrsta lagi gera athugasemd við þá fundarstjórn forseta að í óundirbúnum fyrirspurnum komst ekki framsóknarmaður að þrátt fyrir að hafa lagt inn beiðni um að ræða við fjármálaráðherra um ákveðna hluti.

Í öðru lagi vil ég segja að það er mjög sérkennilegt að talsmenn lýðræðis skuli koma hver á fætur öðrum og mæla gegn því að þjóðin fái að ákveða hvort haldið verði áfram þessum viðræðum og voru jafnvel á móti því að þjóðin fengi að segja hvort yfirleitt ætti að fara af stað í þær viðræður, hinir sjálfskipuðu talsmenn lýðræðis. Og það er í rauninni merkilegt að sumir þeirra vilja jafnvel núna fara með sjávarútvegskerfið í þjóðaratkvæðagreiðslu en vilja ekki leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um hvort þessu ferli er haldið áfram. (Gripið fram í.)

Frú forseti. Það er hins vegar alveg ljóst að það er forseti sem ræður dagskrá, forseti sem stjórnar þinginu og við þingmenn verðum einfaldlega að virða það. (Gripið fram í: Heyr, heyr!)