139. löggjafarþing — 17. fundur,  21. okt. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar.

44. mál
[13:51]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég kem upp til að falla frá tillögu um að málið fari til allsherjarnefndar. Ég felli mig ágætlega við að það fari til sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar og að þar verði leitað umsagnar allsherjarnefndar um málið. Ég heiti því síðan sem starfandi formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar að málið mun fá skjóta afgreiðslu þar. [Hlátur í þingsal.]