139. löggjafarþing — 18. fundur,  21. okt. 2010.

Evrópska efnahagssvæðið.

61. mál
[16:36]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það er alveg rétt hjá hv. þingmanni að ég er vondur í lögfræði og ég er sennilega enn þá verri í fiskifræði. Eitt veit ég þó að munurinn á lögum og frumvarpi er töluverður. Það sem ég legg fyrir þingið er frumvarp, það er svoþingsins að ákveða hvort það verði að lögum. Ef þingið vill það ekki hafnar það frumvarpinu. Þá hrikta menn ístoðum undan EES-samningnum og þá þurfum við ekki að borga þessa milljarða á næstu árum. Hv. þingmaður getur síðan reiknað út hvað það þýðir í samanburði við ávinninginn af EES og vað af því leiðir.

Í máli mínu kom fram að þetta er í fimmta skipti sem svona ákvæði er lagt fram. (VigH: Það er rangt.) Nú ætti hv. þingmaður að skoða með hvaða hætti samningarnir voru frágengnir í hin fyrri skiptin. Þá mun hv. þingmaður komast að því að það var önnur ríkisstjórn sem gerði það í þrjú skipti. Hv. þingmaður ætti að skoða hvaða tveir flokkar sátu í henni. Hún kannast við annan.