139. löggjafarþing — 18. fundur,  21. okt. 2010.

Evrópska efnahagssvæðið.

61. mál
[16:48]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Fyrst hv. þm. Vigdís Hauksdóttir vill fá svar mitt við því hvort sækja eigi um undanþágu frá þessum greiðslum í þennan þróunarsjóð er svarið algjörlega nei. Ég minnist orða hv. þm. Birgittu Jónsdóttur áðan þar sem hún talaði um að ef það kviknaði í húsi nágrannans ætti maður að fara og hjálpa honum áður en það kviknar í manns eigin húsi.

Ef ég hefði haft meiri tíma og meira vit til hefði ég eflaust spurt hæstv. utanríkisráðherra út í það af hverju í ósköpunum við hækkum ekki framlag til þróunaraðstoðar. Við borgum skammarlega lítið, það vekur athygli út um allan heim hversu lítið við borgum í slíka aðstoð og sú staðreynd að prósentutalan hafi hækkað örlítið á síðustu árum stafar eingöngu af því að þjóðarframleiðsla hefur dregist saman.

Ég vona að við spýtum frekar í og gefum frekar í og aukum þróunaraðstoð til þeirra landa sem sannarlega eiga við miklu erfiðari aðstæður að glíma en við.