139. löggjafarþing — 18. fundur,  21. okt. 2010.

fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Kólumbíu og landbúnaðarsamningur Íslands og Kólumbíu.

81. mál
[17:02]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er athyglisverður samningur sem utanríkisráðuneytið hefur gert við Lýðveldið Kólumbíu. Ég vil spyrja hæstv. utanríkisráðherra hvort það sé réttur skilningur minn að ef við værum gengin í Evrópusambandið þá mættum við ekki gera svona samninga, hvorki við Kólumbíu né Kína eða önnur ríki sem við erum að ræða við.