139. löggjafarþing — 20. fundur,  4. nóv. 2010.

fundarstjórn.

[14:43]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F):

Frú forseti. Annað mál á dagskrá í dag er þingsályktunartillaga frá þingflokki framsóknarmanna um samvinnuráð um þjóðarsátt sem er mikilvægt mál og kannski sérstaklega í ljósi þeirrar umræðu sem var hér á undan. Ég fer því fram á það við frú forseta að hún gangi úr skugga um það og tryggi að forustumenn ríkisstjórnarinnar, hæstv. forsætisráðherra og hæstv. fjármálaráðherra, verði viðstaddir þá umræðu. Það er mikilvægt að fá sjónarmið þeirra fram þegar kemur að enduruppbyggingu samfélagsins. Ég vonast til að sú umræða sem mun fara fram um tillögu okkar verði á skaplegum nótum. Hins vegar er það svo á tímum sem þessum að við getum aldrei verið sammála um alla hluti. Til þess er þessi ræðustóll. Ég mun ekki veigra mér við því að tillagan verði gagnrýnd enda vorum við ekki kjörin á þing til að vera sammála um alla skapaða hluti.