139. löggjafarþing — 20. fundur,  4. nóv. 2010.

samvinnuráð um þjóðarsátt.

80. mál
[15:50]
Horfa

Flm. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mér var tjáð að hæstv. forsætisráðherra hefði þurft að fara á fund og hæstv. ráðherra Árni Páll Árnason væri hér sem nokkurs konar fulltrúi forsætisráðherra. Því leyfi ég mér að gagnrýna ræðu forsætisráðherra frá því áðan og treysti því að hæstv. ráðherra svari fyrir hana.

Hæstv. ráðherra nefndi mikilvægi þess að menn hefðu sameiginlega sýn á hlutina, þ.e. sameiginleg verkefni ef þeir legðu upp í þjóðstjórn. Spurningin er þá sú sama varðandi samstarf, sérstaklega í ljósi reynslunnar. Þyrfti ekki að liggja fyrir að menn hefðu nokkurn veginn sömu sýn á hvaða verkefni ætti að fara í og hvernig? Annars gengur þetta bara út á að taka gagnrýni stjórnarandstöðunnar úr sambandi. Er ekki eðlilegt, ef menn ætla að fara í samráð og samvinnu, að þeir vinni að sömu hlutunum?