139. löggjafarþing — 20. fundur,  4. nóv. 2010.

samvinnuráð um þjóðarsátt.

80. mál
[17:44]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég gaf ríkisstjórninni nokkurra vikna frest og það er mín skilgreining hvað nokkrar vikur eru. Það eru vissulega 52 í árinu.

En ég vil koma inn á annað atriði sem lýtur að þessari ágætu tillögu og það varðar nefndastarfið. Auðvitað þarf að tryggja að þingsályktunartillögur og mál þingmanna yfirleitt eigi greiðari leið í gegnum þingið en þingið sé ekki eilíft færiband frumvarpa frá framkvæmdarvaldinu. Ef við tryggjum þetta e.t.v. með einhverjum kvóta þá held ég að hinn raunverulegi meiri hluti þingsins birtist okkur oftar en ella í þingmálum sem fara í gegn og þar með sé hið raunverulega lýðræði Alþingis tryggara en áður.