139. löggjafarþing — 20. fundur,  4. nóv. 2010.

samvinnuráð um þjóðarsátt.

80. mál
[17:56]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Vissulega má skoða verðtrygginguna út frá ýmsum hliðum. Almennt séð vil ég hins vegar að hún hverfi úr heimilisbókhaldi og fyrirtækjabókhaldi landsmanna. Hún er bölvaldur í rekstri á Íslandi og er einn mesti erfiðleikaþáttur í því að reka heimili og fyrirtæki.

Íslenska krónan er veikur gjaldmiðill, mjög veikur í alþjóðlegu samhengi og þarf á þessari hækju að halda og verðtryggingin er. Ég man ekki eftir öðrum gjaldmiðli sem hefur þurft á álíka hækju að halda og verðtryggingunni. Þegar maður ræðir þennan hlut við útlendinga eiga þeir varla til heimatilbúið orð um það sem Íslendingar kalla verðtryggingu. Ég sé því ekki (Forseti hringir.) aðra ástæðu fyrir verðtryggingu á Íslandi en þá að við höfum krónuna.