139. löggjafarþing — 20. fundur,  4. nóv. 2010.

samvinnuráð um þjóðarsátt.

80. mál
[17:57]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er ekki sammála hv. þingmanni um að það séu einhver tengsl á milli verðtryggingar og krónunnar sem slíkrar heldur sé þetta fyrst og fremst spurning um fjárfestingartækifæri og að koma í veg fyrir að fjárfestar flýi landið. Ég vil í þessu sambandi líka spyrja hv. þingmann, sem er einn af aðdáendum Evrópusambandsins, hvort hann sé fylgjandi því að við afnemum gjaldeyrishöftin með skattlagningu á útstreymi fjármagns og losnum þannig strax við þessi gjaldeyrishöft sem eru í andstöðu við EES-samninginn og jafnframt væntanlegan ESB-samning.