139. löggjafarþing — 20. fundur,  4. nóv. 2010.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 18/2009 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn.

119. mál
[18:57]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Frú forseti. Ég mæli fyrir stjórnartillögu um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn. Hér er verið að leita eftir því að Alþingi veiti heimild og aflétti stjórnskipulegum fyrirvara sem settur var í sameiginlegu EES-nefndinni. Þetta varðar meðhöndlun úrgangs frá námuiðnaði og breytingu á tilskipaninni sem að því lýtur. Gert er ráð fyrir að óverulegur kostnaður leggist á Umhverfisstofnun vegna eftirlits með þessu og skýrslugjafar og reyndar samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er ætlað að mjög fáir eða jafnvel engir aðilar hér á landi stundi þá námuvinnslu sem tilskipunin beinist einkum að.

Ég legg til, virðulegi forseti, að að lokinni þessari umræðu verði tillögunni vísað til hv. utanríkismálanefndar.