139. löggjafarþing — 20. fundur,  4. nóv. 2010.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 16/2009 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn.

132. mál
[18:59]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Frú forseti. Með þessari tillögu leita ég heimildar Alþingis til að staðfesta fyrir hönd Íslands ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 16/2009. Hún er um breytingu á viðauka EES-samningsins um neytendavernd og að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og Evrópuráðsins nr. 2008/48/EB um lágmarkssamninga fyrir neytendur.

Meginmarkmiðið er frekari sameining markaða og aukin vernd fyrir neytendur. Meginreglur þessarar tilskipunar eiga að gilda í öllum aðildarríkjum og eiga að auðvelda neytendum að nýta sér þjónustu erlendra banka. Með staðlaðri framsetningu á upplýsingum sem eiga að vera samanburðarhæfar verður markaðurinn gerður gagnsærri fyrir neytendur og fyrirtæki. Þessi tilskipun eykur skyldur þeirra sem veita lán til muna hvað varðar upplýsingar um ráðgjöf bæði fyrir og eftir samningsgerð.

Þetta, eins og fyrra málið sem ég mælti fyrir, var tekið með stjórnskipulegum fyrirvara og tillagan felur það í sér að Alþingi aflétti þeim fyrirvara.

Ég legg til, virðulegi forseti, að þessum tillögum verði að umræðu lokinni vísað til hv. utanríkismálanefndar.