139. löggjafarþing — 21. fundur,  5. nóv. 2010.

aðgerðir til að stuðla að sátt við heimilin.

141. mál
[12:01]
Horfa

Flm. (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Hæstv. ráðherra verður ekki sakaður um að grípa hér fram í hjá ræðumönnum svona að jafnaði.

Gengur þetta upp? Við erum að segja: Við viljum verja 10 milljörðum kr. á næsta ári til þess að létta byrðum af heimilunum. Við viljum verja öðrum 11 milljörðum kr. í að létta byrðum af atvinnustarfseminni. Þetta er vel hægt ef menn skapa þau störf sem eru í pípunum. Það er vel hægt að gera það.

Ég rakti áðan að það mun leiða til u.þ.b. 36 milljarða kr. tekjuauka fyrir ríkið ef þessi störf verða til sem hér er farið yfir að eru bein afleiðing af því að framkvæmdir hefjist t.d. í Helguvík. Af þeirri framkvæmd einni mun ríkið hafa u.þ.b. milljarð á mánuði í tekjuauka.

Það sem við hæstv. ráðherra erum í raun og veru að takast á um er hver ábati ríkisins sé af því að skapa ný störf. Hvort eigum við að fara þá leið að skera niður og skattleggja (Forseti hringir.) eða fara hagvaxtarleiðina? (Forseti hringir.) Ég vil að við vöxum út úr þessu vandamáli.