139. löggjafarþing — 21. fundur,  5. nóv. 2010.

aðgerðir til að stuðla að sátt við heimilin.

141. mál
[12:03]
Horfa

Flm. (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Allar þær tillögur sem hér eru lagðar fram rúmast innan efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá árinu 2008. En er það rétt sem ég heyri frá hv. þingmanni að hann harmi það að innstæður hafi verið tryggðar? Er hv. þingmaður að tala fyrir því hér að ríkisstjórnin hefði átt að láta alla innstæðueigendur á Íslandi afskiptalausa? Er það það sem hún mælir fyrir? Er hv. þingmaður að tala fyrir því að atvinnustarfsemin á Íslandi hefði betur verið skilin eftir með samskipti sín við skilanefndirnar en ekki starfhæfa banka í landinu? Er það það sem hún er að tala fyrir? Hvers konar gagnrýni er það sem hún er að koma hérna fram með? Ég bara næ því ekki.