139. löggjafarþing — 21. fundur,  5. nóv. 2010.

aðgerðir til að stuðla að sátt við heimilin.

141. mál
[12:32]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Bara af því að hv. þingmaður, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, ræðir um framkvæmd um einkarekið sjúkrahús suður í Reykjanesbæ, (GÞÞ: Nei, leigu á skurðstofum.) leigu á stofum, já, ég sagði á fundi þar að að mínu mati væri það þannig að ef einhverjir vildu fórna peningum sínum með því að taka áhættu á því að opna svoleiðis stofu og reka þannig starfsemi væri þeim það bara velkomið. (Gripið fram í.) Ef þeir eru með sína peninga í því gera þeir það bara og afla til þess sjúklinga. Ég var næstum búinn að segja viðskiptavina, það má nú ekki vera svoleiðis, en afla tekna þar á móti, þá er það bara þeirra mál. En það á ekki að vera þannig að um leið sé gengið í ríkissjóð til einhverra þátta í þeim efnum ef það hefur verið. Ég geri alveg mun á því hvort um ríkisrekstur er að ræða eða einkaframtak, eins og ég segi, með sínum eigin peningum til uppbyggingar og til reksturs. Ef svo er er það að mínu mati kostur eins og hver annar kostur (Forseti hringir.) sem við verðum að skoða.