139. löggjafarþing — 21. fundur,  5. nóv. 2010.

aðgerðir til að stuðla að sátt við heimilin.

141. mál
[12:58]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að byrja á því að þakka hv. þingmanni fyrir ágætis móttökur við tillögur okkar sjálfstæðismanna. Þetta eru 41 tillaga. Eins og gengur og gerist er ekki hægt að ætlast til að menn séu sammála um allt. Mig langar að spyrja þingmanninn að einu. Þegar menn innbyggja hvata í skattkerfi er eitt grundvallarprinsippið að þau mega ekki vera of prógressív eða of brött því það leiðir til þess að fólk reynir að skjóta undan sköttum. Það leiðir líka til þess að fólk er ekki tilbúið að leggja jafnmikið á sig og ella. Er þingmaðurinn ósammála þessari grundvallarniðurstöðu skattahagfræðinnar, að hægt sé að byggja svona hvata inn í (Forseti hringir.) skattkerfið til að (Forseti hringir.) drífa fólk áfram á vinnumarkaði eða (Forseti hringir.) eru þetta bara einhver pseudovísindi?