139. löggjafarþing — 21. fundur,  5. nóv. 2010.

ráðherraábyrgð.

72. mál
[14:43]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég ætla ekkert að halda áfram þessu karpi við hv. þm. Pétur H. Blöndal um mál (Gripið fram í.) sem við erum ekki einu sinni að ræða hér. Ég býð honum upp á það hér frammi í kaffistofu á eftir að karpa um þetta ef hann vill það. Eða taka það mál sem hann vill ræða hér sérstaklega upp á dagskrá þingsins, þá skal ég ræða það við hann.

Ég lýsi bara aftur yfir stuðningi við það frumvarp sem hér hefur komið fram og tel það vera til góðs. Vonandi fær það þá umfjöllun í nefndum þingsins sem það á skilið og við náum þá að breyta lögum um ráðherraábyrgð í þá veru sem þar kemur fram og hefði fyrir lifandi löngu átt að vera búið að gera. Það væri þá kannski með fleiri ráðherra en þann eina sem nú hefur verið ákveðið að draga til ábyrgðar — það hefði kannski komið í veg fyrir það ef breytingar á lögum hefðu verið samþykktar fyrr í þessa veru þannig að ráðherrar væru meðvitaðir um ábyrgð sína, þ.e. fullkomlega meðvitaðir um ábyrgð sína, og væru tilbúnir til að axla hana í samræmi við þau lög sem þá hefðu verið í gildi.

Þetta mál er ég tilbúinn til að ræða áfram en ef menn eru tilbúnir til að taka önnur mál hér á dagskrá, líkt og það skemmtilega mál sem hv. þm. Pétur H. Blöndal bar hér upp, er ég alveg tilbúinn til þess.