139. löggjafarþing — 22. fundur,  8. nóv. 2010.

bygging nýs fangelsis.

[15:24]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég veit ekki hvað hv. þingmaður heyrir yfirleitt, en ég var að reyna að segja hér áðan og koma því til skila að tillaga hefði komið fram um að reisa fangelsið á Hólmsheiði nærri Reykjavík. Jafnframt var látið fylgja með þessum yfirlýsingum að við værum opin fyrir því að reisa það annars staðar ef sveitarfélög sæju sér fært að bjóða hagkvæmari kost. Ýmis sveitarfélög eru að hugleiða þetta, þar á meðal Árborg og Reykjanesbær, fyrst og fremst þessir aðilar. (Gripið fram í: Og Sandgerði.) Og Sandgerði. Það eru þessir aðilar sem eru að skoða þessa kosti, það er ekkert athugavert við það. (Gripið fram í.)

Hvar hagkvæmast er síðan að reisa fangelsið og reka ræðst af þeim tilboðum sem fram kunna að koma. Þetta er ekkert óeðlilegt. (Gripið fram í.)