139. löggjafarþing — 22. fundur,  8. nóv. 2010.

bygging nýs fangelsis.

[15:27]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Þetta snýst aðallega um hagkvæmni. Menn eru að skoða hvar hagkvæmast er að reka fangelsið. (SIJ: Það er vitað.) Nei, aðrar hagkvæmniathuganir hafa sýnt fram á að best og hagkvæmast sé að hafa fangelsið sem næst dómstólunum og sem næst (Gripið fram í.) Reykjavík. Það er staðreynd. (Gripið fram í.) Við erum hins vegar reiðubúin að skoða aðra kosti og það er það sem skýrt hefur verið frá.

Tillagan er um að reisa fangelsið á Hólmsheiði en við erum reiðubúin að skoða aðra kosti ef þeir reynast hagkvæmari fyrir ríkissjóð.