139. löggjafarþing — 23. fundur,  9. nóv. 2010.

fjarskipti.

136. mál
[15:45]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, varðandi þennan fjárhagsþátt er gert ráð fyrir því að fjármunir sem innheimtast vegna endurnýjunar leyfanna muni renna í ríkissjóð. En eins og hv. þingmaður vék sérstaklega að varðandi nýjan skattstofn, peninga sem kæmu inn fyrir hugsanleg útboð, er einmitt gert ráð fyrir því í lögunum að heimild sé til að nota þá til að stækka kerfin og fjarskiptakerfin. Og ég er alveg sammála þeim áherslum sem fram komu í máli hv. þingmanns hvað það varðar að það er mjög mikilvægt að þessi kerfi nái til landsins alls hvar svo sem menn búa.