139. löggjafarþing — 23. fundur,  9. nóv. 2010.

aðgerðir til að stuðla að sátt við heimilin.

141. mál
[16:30]
Horfa

Þór Saari (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Vissulega mun 50% lækkun á skuldabyrði í þrjú ár hjálpa heimilunum en ekki nema tímabundið. Það sem mun gerast er að það mun verða viðvarandi þetta svokallaða „debt-overhang“ sem menn kalla svo á góðri ensku, þ.e. menn eru alltaf með skuldafjallið rétt fyrir aftan sig og það mun draga úr öllum vilja manna til að eyða, því menn hafa það yfir sér að þeir munu á endanum borga miklu meira en ella ef það verður bara lengt í ólinni. Það er ekki vænleg leið til vaxtar út úr þessu ástandi og þar höfum við dæmið frá Japan sem í hartnær tvo áratugi neitaði að afskrifa skuldir eftir gríðarlega kreppu. Spurning hvort þeir hafi nokkurn tímann síðan náð sér út úr því. Þeir gera það ekki með öðrum hætti en afskriftum. Þeir hafa komist áfram vegna þess að þeir búa við allt önnur lánskjör en Íslendingar, en Íslendingar munu ekki heldur fá góð lánskjör á næstunni.