139. löggjafarþing — 24. fundur,  10. nóv. 2010.

tilkynning um dagskrá.

[14:01]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Um kl. 14.30 í dag fer fram utandagskrárumræða um stöðu viðræðna Íslands við ESB. Málshefjandi er hv. þm. Unnur Brá Konráðsdóttir og hæstv. utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.