139. löggjafarþing — 24. fundur,  10. nóv. 2010.

sérgreining landshlutanna sem vettvangur rannsókna, kennslu og atvinnuþróunar.

83. mál
[18:14]
Horfa

Flm. (Ólína Þorvarðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Já, mér heyrist við vera sammála um þetta, ég og hv. þm. Árni Þór Sigurðsson. Þetta er spurning um að nýta fjármagnið sem best og kraftana og einmitt að hlúa að þeim gróðri og þeim sprotum sem fyrir eru. Það hefur verið hættan og áhyggja margra af þeim öra vexti sem skyndilega hljóp í fræðastofnanir og rannsókna- og háskólasamfélagið allt hér um tíma laut m.a. að því að það yrði ómarkviss ráðstöfun og að það skorti stefnumótun. Þetta lýtur í raun og veru að skarpari sýn og skarpari stefnumótun og því að hlúa að því sem fyrir er í samstarfi við heimamenn eftir því sem tök eru á.

Svo vil ég nota tækifærið og þakka kærlega fyrir þessa umræðu.