139. löggjafarþing — 25. fundur,  11. nóv. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.

88. mál
[14:42]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Nú verð ég, forseti, eiginlega að skýra mál mitt betur því að ég er hrædd um að þingmaðurinn hafi misskilið það sem ég var að segja. Þótt ég lýsti þeirri skoðun minni að við þyrftum að breyta því í stjórnarskrá að þjóðin gæti greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu og það yrði bindandi fyrir þingið, þýðir það ekki að ég fari ekki að núgildandi stjórnarskrá. Sannfæring mín liggur einfaldlega í því að við þjóðaratkvæðagreiðslur eigi þjóðin að ráða og því mun ég fylgja leiðsögn þjóðarinnar þegar kemur að því að staðfesta þær.