139. löggjafarþing — 25. fundur,  11. nóv. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.

88. mál
[15:59]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég átta mig ekki á því að ég neiti að taka þátt í umræðu. Ég er að taka þátt í umræðu um tillöguna. Það vill svo til að ég er ekki sammála hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur og ég held að það sé réttur minn í þessum sal að vera ekki alltaf sammála henni.

Ég veit ekki hvaða kyrrstaða það er sem hún segir að ríkisstjórnin sé í og ég átta mig ekki á hvað sú þjóðaratkvæðagreiðsla sem hún mælir fyrir af miklum krafti ætti að leysa. En það er bara minn vandi.