139. löggjafarþing — 25. fundur,  11. nóv. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.

88. mál
[16:01]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Það eina sem verið er að leggja til hér er að tillagan komi til atkvæðagreiðslu á Alþingi vegna þess að það eru miklar efasemdir um það, ekki bara á Alþingi heldur víðs vegar í samfélaginu, hvort ríkisstjórnin hafi nægilega skýrt umboð til að leiða þessar viðræður. Þess vegna er ég mjög ánægður að heyra að hv. þingmaður ætli a.m.k. ekki að standa í vegi fyrir því. Það sem ég óttast er að málið komi ekki til endanlegrar afgreiðslu, málið verði svæft í nefnd eins og tillaga hv. þm. Gunnars Braga Sveinssonar um að draga þessa Evrópusambandsumsókn einfaldlega til baka. Við verðum alltaf, og ég held að það sé krafa um það í þjóðfélaginu, að leyfa lýðræðinu að ráða og hluti af því er að meiri hlutinn beiti ekki minni hlutann því ofbeldi að svæfa mál í nefndum.