139. löggjafarþing — 25. fundur,  11. nóv. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.

88. mál
[16:02]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil að það sé alveg ljóst að ég er andvíg þessari tillögu og mun náttúrlega alls staðar þar sem hún kemur fram skýra frá því. Ég mun aldrei greiða þessari tillögu atkvæði mitt, það er alveg ljóst. Kannski verð ég í minni hluta í einhverri nefnd og segi nei, kannski verð ég í meiri hluta í einhverri nefnd og segi nei. Ég mun alltaf segja nei. (HöskÞ: Þú munt stoppa þetta í nefnd?) Ég mun ekkert stoppa þetta í nefnd. Ef það er stopp í nefnd við að ég segi nei, að ég er ósammála tillögunni, þá … (Gripið fram í.)

Hv. þm. Höskuldur Þórhallsson, það er náttúrlega eitt að segja að meiri hlutinn megi ekki kúga minni hlutann en minni hlutinn má heldur ekki kúga meiri hlutann. Ég vona að þingmanninum sé það ljóst.