139. löggjafarþing — 25. fundur,  11. nóv. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.

88. mál
[16:18]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þm. Pétri Blöndal fyrir ágæta ræðu. Ég get tekið undir sumt en ekki allt. En það var eitt sem hann sagði: „Með áróðri er hægt að breyta skoðunum fólks.“ Hann hefur áhyggjur af ójöfnu fjármagni til já- og nei-sjónarmiðanna. Ég er svolítið sammála þessu og því vil ég spyrja þingmanninn hvort hann sé þá ekki sammála mér um að það sé bæði ósanngjarnt og ólýðræðislegt hvernig fjármagni er úthlutað til stjórnmálaflokka á Íslandi.

Í fyrsta lagi finnst mér það vera allt of mikið fé, í öðru lagi er því úthlutað eftir þingstyrk eftir kosningar. Fjárstreymið úr ríkissjóði viðheldur stærð flokkanna og völdum þeirra og stærsti flokkurinn, sem hann tilheyrir, Sjálfstæðisflokkurinn, fær alltaf miklu meira fé en allir hinir. Þá spyr ég hvort þingmaðurinn vilji ekki hjálpa mér að breyta þessu.