139. löggjafarþing — 25. fundur,  11. nóv. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.

88. mál
[16:26]
Horfa

Flm. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það má jafnvel fullyrða að aðilar Evrópusambandsins séu það hikandi að þeim lítist ekki á stjórnmálaástandið hér á landi og þessa tvíhöfða ríkisstjórn sem við höfum því að annað höfuðið horfir fram en hitt aftur. Stjórnmálaástandinu að öðru leyti er ekki um að kenna nema ríkisstjórninni sem situr við völd.

Er það álit þingmannsins að Evrópusambandið láti það ganga yfir sig að ríkisstjórnin sé ósammála um þetta, að ríkisstjórnarflokkarnir séu ekki á sama máli, í ljósi þess sem fram hefur komið, m.a. hjá sendiherra Frakka, sem er sendiherra fyrir norðurskautið, að það eru svo miklir hagsmunir í húfi fyrir Evrópusambandið að fá Íslendinga inn í sambandið til að eiga einhvern smáséns á því að geta verið þátttakendur meðal þátttakenda meðal ríkjanna sem liggja að norðurpólnum?