139. löggjafarþing — 26. fundur,  16. nóv. 2010.

niðurskurður í heilbrigðisþjónustu.

[14:16]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Guðbjartur Hannesson) (Sf):

Hæstv. forseti. Það hefur legið fyrir frá upphafi að fjárlög eru samþykkt af Alþingi og afgreidd þar. Það er slök afsökun, hvort sem það er hv. þm. Kristján Þór Júlíusson eða aðrir, að fela sig á bak við það að þeir komu ekki að málinu.

Fyrir nokkrum árum var bannað að koma með erindi heilbrigðisstofnana fyrir fjárlaganefnd og það veit hv. þingmaður. Þá var valdboð fyrrverandi ríkisstjórnar sent með bréfi þar sem tilkynnt var að hún óskaði eftir því að forstöðumenn töluðu eingöngu við ráðuneytið og ráðherra. Þessu var breytt þegar við komum báðir í fjárlaganefnd árið 2007 og það er einmitt þannig að aldrei þessu vant hafa bæði (Forseti hringir.) heilbrigðisnefnd og fjárlaganefnd fengið að fylgjast með því hverju heilbrigðisstofnanirnar spila út, hvað þær leggja fram. Það verður miklu auðveldara fyrir fjárlaganefnd að vinna úr þeim tillögum sem koma frá mér sem ráðherra þegar þar að kemur vegna þess að hún hefur fengið að fylgjast með ferlinu allan tímann, til jafns við mig að mestu.

Ég vona að við fáum eins góða niðurstöðu og hægt er. Markmiðin liggja skýr fyrir, hvernig við ætlum að endurskoða fjárlög. Það verður svo þingsins (Forseti hringir.) að ákveðna endanlega hver niðurstaðan verður.