139. löggjafarþing — 27. fundur,  16. nóv. 2010.

skeldýrarækt.

201. mál
[16:44]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég tek undir orð hv. þingmanns. Ég veit að nefndin mun fara yfir samþættingu málanna og veit að þar þarf að finna fleti sem geta gert greininni sem auðveldast en þó öruggasta möguleika á að hasla sér völl.

Ég vil í lokin segja að ég er búinn að vera á þingi síðan 1999 og ég minnist þess varla að ekki hafi verið fjallað um skeldýrarækt og nauðsyn þess að setja lög og laga- og reglugerðarlegan ramma um skeldýrarækt á hverju þingi. Mér finnst sanngjarnt að nefna nöfn þeirra sem hafa sennilega oftast farið upp með málið. Það var fyrst Árni Steinar Jóhannsson sem sat á þingi fyrir Vinstri græna og flutti ítrekað frumvarp og fyrirspurnir um skeldýrarækt. Síðan Karl V. Matthíasson sem gerði það af sömu einurð.

Margir aðrir hafa gert þetta líka en ég vonast til að nú sjáum við fyrir endann á að sett verði sérstök lög sem marki ramma skeldýraræktarinnar.