139. löggjafarþing — 28. fundur,  16. nóv. 2010.

fjármálafyrirtæki.

212. mál
[18:31]
Horfa

Frsm. meiri hluta viðskn. (Lilja Mósesdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég er komin hingað til að þakka nefndinni fyrir mjög gott samstarf í dag og ekki síst fyrir að minni hlutinn í viðskiptanefnd skyldi gera meiri hlutanum í nefndinni kleift að afgreiða frumvarpið hratt og án mikilla vandkvæða úr nefndinni. Ég vil jafnframt geta þess að umræður um frumvarpið í viðskiptanefnd voru mjög góðar og fræðandi. Þeim lauk ekki fyrr en allflestum var orðið ljóst hversu mikil nauðsyn væri á að frumvarpið færi í gegn án mikilla tafa.

Það er ljóst að meiri hlutinn á þingi mun héðan í frá, eins og hingað til, bera ábyrgð á endurreisninni þrátt fyrir að hafa lítið sem ekkert komið að því sem orsakaði hrunið.