139. löggjafarþing — 30. fundur,  17. nóv. 2010.

vextir og verðtrygging o.fl.

206. mál
[15:32]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Nú hafa lánveitendur ekki síður hag af því að þessari óreiðu linni. Hefur verið leitað samkomulags við þá um að leysa þessi mál á einu bretti?

Síðan kemur fram í umsögn fjármálaráðuneytisins, í lokaorðunum, að þetta kunni að hafa áhrif eða það sé áhætta í sambandi við þetta mál. Hefur hæstv. ráðherra látið meta þá áhættu og hvaða skuldbindingu samþykkt þessa frumvarps gæti valdið ríkissjóði?