139. löggjafarþing — 30. fundur,  17. nóv. 2010.

vextir og verðtrygging o.fl.

206. mál
[15:48]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er hægt að draga upp og nefna ýmsar hörmungarsögur af þróun gengisvarna samhliða hruninu. Hitt eru bara ákveðin grundvallarrök sem torvelda að með löggjöf sé hægt að láta sömu reglur gilda um fyrirtæki og einstaklinga. Það geta verið ólíkir hagsmunir. Það geta verið, eins og ég rakti áðan, aðstæður þar sem fyrirtæki hafa ekki orðið fyrir neinu tjóni. Þvert á móti geta þau haft hag af því að vera með lán í erlendum gjaldmiðlum.

Varðandi skilgreininguna á sjávarútvegsfyrirtækjum sem byggt er af ráðherra í rökstuðningi í greinargerðinni er sjávarútvegsfyrirtæki óháð því hvernig tekjustreymið er. Vissulega eru einhver þeirra ekki bara með tekjur í erlendri mynt, svo þeirri spurningu sé svarað. Þetta er greining sem kemur frá Fjármálaeftirlitinu á niðurbroti á hlut gengistryggðra lána milli einstakra atvinnugreina.