139. löggjafarþing — 31. fundur,  18. nóv. 2010.

eftirlitskerfi ESB og Ísland.

[10:44]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Það kemur mér reyndar á óvart að þessi vinna skuli eiga að eiga sér stað undir verkstjórn efnahags- og viðskiptaráðherra vegna þess að málið snýr að eftirlitskerfi Evrópusambandsins með efnahagsmálum og hagstjórn aðildarríkja, þar á meðal ríkisfjármálunum, þannig að ég hefði talið að hæstv. fjármálaráðherra hefði mikið um það að segja hvernig þessari skýrslugerð háttar.

Ég skil hann þannig að það standi sem sagt til af hálfu hans og ríkisstjórnarinnar að þessi skýrsla verði send til Brussel fyrir janúarlok. Ég fæ a.m.k. ekki betur séð, þó að hæstv. ráðherra vilji gera lítið úr þessum skiptum á upplýsingum, að með þeim sé aðlögunarferlið að öðlast nýja merkingu og Evrópusambandið (Forseti hringir.) í raun að fella Ísland inn í eftirlitskerfi sitt með efnahag og fjárhagsstöðu. Það verður ekki annað lesið (Forseti hringir.) út úr framvinduskýrslu Evrópusambandsins.