139. löggjafarþing — 31. fundur,  18. nóv. 2010.

eftirlitskerfi ESB og Ísland.

[10:45]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Það er rétt skilið. Ég geri ráð fyrir því að þessum upplýsingum verði komið þarna á framfæri enda sé ég ekki hvað er hættulegt við það að leggja fram á þessum vettvangi upplýsingar um þjóðhagsgögn, efnahagsframvindu, ríkisfjármál og annað slíkt sem við erum hvort sem er að gera í samstarfi við fjölmarga aðila. Það er ekkert annað hér á ferðinni (Gripið fram í.) það er ég best veit þannig að ég sé ekki hvað getur verið varasamt í sjálfu sér við að reiða þess gögn fram. Ég grennslaðist fyrir um þetta einmitt í gær og fyrradag þegar umræða kom upp um þetta og mér var tjáð að þetta væru nánast að öllu leyti hliðstæð gögn og hliðstæð upplýsingamiðlun og t.d. á sér reglubundið stað í samskiptum okkar við Efnahags- og framfarastofnunina, OECD. Þetta á ekki að kosta mikla viðbótarfyrirhöfn eða tvíverknað í þeim efnum. Væntanlega eru þetta hvort sem er samantektir og gögn sem er ágætt fyrir okkur sjálf okkar sjálfra vegna að hafa jafnan á reiðum höndum.