139. löggjafarþing — 31. fundur,  18. nóv. 2010.

svör ráðherra við fyrirspurnum.

[11:06]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Ég hef reynt að kynna mér þingsköp Alþingis hvað svona mál varðar sem við stöndum hér frammi fyrir. Núna í tvo og hálfan mánuð hefur ráðherra sýnt algjöra vanvirðingu, hann hefur ekki svarað nokkrum spurningum. Hér eru bornar fyrir hann einfaldar spurningar. Það er alveg augljóst mál að ráðherrann hefur ekki aflað sér lögfræðilegs álits í þessu tilliti nema hann hafi gert það og það sé samhljóma þeim álitum sem liggja fyrir (Forseti hringir.) og væna ráðherrann um lögbrot.

(Forseti (ÁRJ): Um fundarstjórn forseta.)

Ég leita til þín núna, virðulegi forseti, ég leita til þín um leiðsögn í málinu. Hvað geta hv. þingmenn gert þegar ráðherrar koma fram með svona hætti? Hvaða ráð höfum við í þinginu til að koma í veg fyrir svona vinnubrögð? Ég hef ekki fundið því stað í þingsköpum hverju ég geti beitt nema þá að fara fram með vantraust á hæstv. ráðherra. Ég óska eftir leiðsögn hæstv. forseta í þessu og ég óska eftir því að forsætisnefnd þingsins beiti sér í málinu vegna þess að við hljótum öll að (Forseti hringir.) vera sammála um að vinnubrögð sem þessi, þau ganga ekki gagnvart þinginu.