139. löggjafarþing — 31. fundur,  18. nóv. 2010.

svör ráðherra við fyrirspurnum.

[11:20]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S):

Virðulegi forseti. Ég kem upp til að vekja athygli á því að sú umræða sem fer fram í dag er ekki upphafið að samskiptum hv. þingmanns og hæstv. ráðherra heldur hefur þetta gengið þannig fyrir sig að málið hefur ítrekað verið tekið upp í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd. Þau álitaefni sem hér er verið að ræða hafa í tvígang orðið tilefni til óundirbúinna fyrirspurna. Þau hafa líka orðið tilefni til utandagskrárumræðu og loks ræðum við hér svar ráðherra í umræðunni í dag. Það hefur því ítrekað verið leitað eftir svörum við því hvernig ráðherrann réttlætir það að halda sínum kúrs þrátt fyrir lögfræðiálit sem segja að hann fari á svig við lög.

Við getum ekki búið við það lengur að ekki komi skýr (Forseti hringir.) lagalegur grundvöllur undir ákvörðun ráðherrans. Við hljótum að þurfa að taka málið upp við forsætisnefnd Alþingis um að ráðherra láti ekki segjast með að gefa skýr svör og á endanum verður auðvitað forsætisráðherra, sem fer fyrir ríkisstjórn sem skirrist ekki við að brjóta lög, að standa fyrir svörum.