139. löggjafarþing — 31. fundur,  18. nóv. 2010.

svör ráðherra við fyrirspurnum.

[11:22]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Frú forseti. Ég vil bæta við þann lista sem hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson kom með áðan yfir fyrirspurnir sem við getum bent á að hafi verið svarað með mjög ófullnægjandi hætti.

Óli Björn Kárason, hv. varaþingmaður sem situr ekki lengur á Alþingi, óskaði eftir svari frá hæstv. forsætisráðherra sem tók marga mánuði að fá svar við og þegar svarið loksins barst var það algjörlega ófullnægjandi. Hv. þm. Pétur Blöndal spurði hæstv. fjármálaráðherra mjög einfaldrar spurningar sem hann svaraði í engu. Hér hefur verið talað um fyrirspurnir og utandagskrárumræður hv. þingmanna Jóns Gunnarssonar og Einars K. Guðfinnssonar og síðan vakti hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson athygli á fyrirspurn sinni til hæstv. félagsmálaráðherra.

Frú forseti. Ég tel einsýnt að boðað verði til fundar í forsætisnefnd og þetta rætt þar (Forseti hringir.) eða á fundi þingflokksformanna því að við þurfum eins og áður hefur komið fram leiðsögn og aðstoð hæstv. forseta til að koma þessum málum í betra horf.